Billy Gilmour leikmaður Skotlands hefur greinst með COVID-19 veiruna og hefur verið settur í einangrun í tíu daga. Gilmour var besti maður vallarins í markalausu jafntefli gegn Englandi um helgina.
Gilmour greindist með veiruna í gær en ljóst er að smitið hefur mikil áhrif á skoska liðið.
Skotar eru að undirbúa sig undir mikilvægan leik gegn Króatíu í vikunni, fari liðið með sigur af hólmi þar mun liðið fara áfram í 16 liða úrslit.
Gilmour er í eigu Chelsea en líkur eru á því að hann spili ekki meira á mótinu vegna smitsins.