Tveimur leikjum er nýlokið í 7. umferð Lengjudeildar karla.
ÍBV tók stór þrjú stig
ÍBV tók á móti Fjölni í áhugaverðum slag. Heimamenn unnu góðan sigur.
Sigurður Grétar Benónýsson gerði eina mark leiksins á 18. mínútu og tryggði ÍBV sigurinn.
Með sigrinum fóru Eyjamenn upp fyrir Fjölni og í fjórða sæti deildarinnar, með 13 stig. Fjölnismenn eru með jafnmörg stig sæti neðar en með verri markatölu.
Kórdrengir gefa ekkert eftir
Kórdrengir unnu útisigur gegn Þór.
Jafnt var eftir fyrri hálfleikinn. Eina mark leiksins lét sjá sig þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Þá skoraði Þórir Rafn Þórisson.
Kórdrengir eru komnir upp í annað sæti deildarinnar með 14 stig. Þór er aðeins með 7 stig í níunda sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.