Marco Arnautovic, sóknarmaður Austurríkis, hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir fagn sitt þegar hann skoraði á móti Norður-Makedóníu á dögunum. Arnautovic er sagður hafa öskrað rasísk orð í átt að leikmönnum andstæðinganna sem eiga ættir að rekja til Albaníu.
UEFA segir að bannið sé fyrir að „móðga annan leikmann“ en knattspyrnusamband Norður-Makedóníu hafði sent UEFA bréf þar sem þess var krafist að Arnautovic yrði dæmdur í bann.
Arnautovic hélt því fram að hann væri ekki rasisti og að orð hans hafi ekki verið af því tagi. Hann er af serbneskum ættum en Serbía viðurkennir Albaníu ekki sem sjálfstætt ríki.