fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Væn sekt vegna ljótra ummæla Óskars um Jóhann – Bangsímon, trúður, bumba og endaþarmur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað Völsung vegn ummæla sem forráðamaður og stuðningsmaður félagsins, Óskar Páll Davíðsson lét falla á Twitter í tengslum við Hauka og Völsungs í 2. deild karla þann 21. maí 2021.

Óskar lét þá ummælli falla á Twitter sem Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ sendi til aga og úrskurðarnefndar sambandsins. „Hvernig í andskotanum er þetta seinna gula fyrir dýfu ???? #fotboltinet plís einhver að svara mér!! @gudnibergs taka þennan dómara af launaskrá takk. Almáttugur hvað þetta er slakt jesus minn“,“ skrifaði Óskar í fyrstu færslu sinni á Twitter.

Jóhann Atli Hafliðason dæmdi leikinn sem endaði með 3-3 jafntefli á Ásvöllum í Hafnarfirði. „Ekki nóg með það þegar hann fær fyrra gula þá er hann að spjalda vitlausan mann. Það er annar leikmaður sem sparkar í boltann en Jói bangsímon flautar bara eitthvað. Afhverju er þetta svona sumar eftir sumar í Íslensku deildunum? @gudnibergs nú þarf að fara rífa í gikkinn.“

Reiðin rann ekki af Óskari sem hélt áfram og kallaði Jóhann meðal annars trúð og sagi hann feitan. „Pælið í því að leikmenn æfa eins og tittlingar í einhverja 10 mánuði fyrir þetta í -2 gráðum svo koma einhverjir trúðar með flautu og stærri bumbu en ég og gera bara eitthvað. Til hvers erum við að standa í þessu ef að hvaða endaþarmur sem er getur fengið að jogga um með flautu.“

Völsungur á Húsavík fékk 75 þúsund króna sekt vegna málsins en félagið tók Óskar á teppið vegna þess. „Við höfum tekið þetta fyrir hjá okkur og rætt við umræddan aðila. Þetta mun því ekki koma fyrir aftur og byðjumst við velvirðingar á þessu.“

Óskar Páll er virkur dómari hjá knattspyrnudeild Völsungs og sitji í fjölmiðlaráði meistaraflokka Völsungs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi