Erling Haaland sóknarmaður Borussia Dortmund hefur bætt á sig tæpum 8 kílóum af hreinum vöðvum á einu ári, frá þessu segir hann í samtali við fjölmiðla.
Frá síðasta sumri hefur Haaland unnið markvisst af því að bæta á sig vöðvum til þess að bæta leik sinn. Hann er einn besti sóknarmaður í heimi.
Haaland er tvítugur framherji en öll stærstu lið í heimi hafa áhuga á honum, Dortmund ætlar þó að halda í hann í ár til viðbótar.
„Ef þú skoðar líkama minn, ef þú skoðar lappirnar að þá sérðu gríðarlega breytingu,“ sagði Haaland.
„Ég er allt öðruvísi, ég er orðinn að alvöru manni. Ég er orðinn sneggri en ég var.“
Hann segir svo frá því hvernig hann hefur farið að. „Ég hef farið úr 86 kílóum í 94 kíló. Þetta er ekki bjórbumba, þetta eru vöðvar. Ég hef lagt gríðarlega mikið upp úr mataræði.“