Enski landsliðshópurinn fyrir Evrópumótið í sumar var valinn í dag. Athygli vekur að fjórir hægri bakverðir eru í hópnum. SPORTbible rifjaði upp ummæli Jamie Carragher um bakverði í tilefni dagsins.
Hægri bakverðirnir fjórir eru Trent Alexander-Arnold, Kyle Walker, Kieran Trippier og Recce James. Þó er talað er um að Trent muni leika sem miðjumaður á mótinu, komi hann við sögu.
Í upphafi árs 2020 talaði Jamie Carragher um það á Sky Sports að engan ungan leikmann langi til þess að vera bakvörður. ,,Það langar engan til þess að verða Gary Neville þegar hann verður fullorðinn,“ var á meðal þess sem Carragher sagði. Allt var þetta sagt á léttum nótum en Neville, sem lék sem hægri bakvörður á ferli sínum, var með honum í útsendingunni.
Það er spurning hvort að fleiri unga leikmenn dreymi um að verða bakverðir eftir að sjá landsliðshóp Englands. Myndband af ummælum Carragher má sjá hér fyrir neðan.
🗣 “No one wants to be a full-back. No one wants to grow up and be a Gary Neville.”
England have just taken four right backs to the Euros 🤣@GNev2 @Carra23pic.twitter.com/D8fUx1fspl
— SPORTbible (@sportbible) June 1, 2021