Lars Lagerback aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsin er ekki fullbólusettur og er því ekki með íslenska landsliðinu í verkefninu sem nú er í gangi.
Lagerback er 72 ára gamall en það vatki athygli þegar hann sást ekki á bekknum gegn Mexíkó á laugardag.
„Lars er fjarverandi í þessum glugga því það er ekki búið að bólusetja hann 100 prósent í Svíþjóð. Eins og í mars þegar við fórum til Armeníu þá fór hann heim. Þetta eru löng ferðalög. Við tókum þá ákvörðun að Lars yrði með okkur í undirbúningnum en er ekki með okkur í ferðinni,“ segir Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins á fundi í dag.
Lagerback er væntanlegur til Íslands í sumar þar sem hægt verður að funda og fara yfir málin.
„Þegar búið er að bólusetja Lars þá ætlum við að koma saman í sumar og greina fyrstu tvo gluggana og byrja að undirbúa haustið.“