Gareth Southgate situr við skrifborð sitt þessa dagana og ákveður hvaða 26 leikmennn hann tekur með sér á EM í sumar.
Southgate valdi upphaflega 33 manna hóp vegna meiðsla og úrslitaleiks Meistararadeildarinnar þar sem Chelsea vann City.
Nú er ljóst að Mason Greenwod sóknarmaður Manchester United gefur ekki á kost sér vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann í vetur.
Enskir miðlar segja svo frá því í dag að Trent Alexander-Arnold verði ekki í lokahóp Southgate sem kynntur verður í dag. Þjálfarinn ætlar að taka þrjá hægri bakverði en það eru Kyle Walker, Kieran Trippier og Reece James. James og Walker fara í læknisskoðun í dag eftir úrslitaleikinn og þá ráðast örlög Trent, ekki er búist við öðru en að þeir séu heilir heilsu.
Trent var ekki í hópi Englands í mars en hann hafði þá spilað illa með Liverpool, í april og maí var Trent hins vegar frábær þegar Liverpool var á flugi.
Frábær frammistaða Jesse Lingard með West Ham ku ekki duga honum til að komast í hópinn samkvæmt fréttum og þá mun James Ward-Prowse miðjumaður Sothampton ekki fá traustið. Þrír í viðbót munu svo detta úr hópi Southgate á morgun.