fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Skýrsla Kristjáns um mál Þorvalds og Arnars vekur athygli – „Kastaðist í kekki og þau sár eru ekki gróin“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 31. maí 2021 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football skellti fram skýrslu í þættinum sem kom út í dag. Um var að skýrslu er varðar mál Þorvalds Örlygssonar og Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara.

Um er að ræða atvik sem kom upp í október á síðasta ári þegar þá landsliðsþjálfarar Íslands, Erik Hamren og Freyr Alexandersson lentu í sóttkví. Smit kom upp í herbúðum landsliðsins fyrir leik gegn Belgíu og var allt þjálfarateymið sett í sóttkví.

Arnar Þór var þá þjálfari U21 árs landsliðsins sem og yfirmaður knattspyrnumála, hann var staddur erlendis þegar smitið kom upp.

„Það heldur betur sauð upp úr í haust, þegar Ísland mætti Belgíu í Þjóðadeildinni. Erik Hamren og Freyr voru í sóttkví og máttu ekki stýra liðinu, Þorvaldur Örlygsson var fenginn til þess að stýra liðinu,“ sagði Kristján Óli í skýrslu sinni í hlaðvarpsþættinum Dr. Football en Þorvaldur var þjálfari U19 ára liðsins.

Kristján segir að búið hafi verið að setja Þorvald inn í öll mál. „Það var búið að setja hann inn í öll mál, þar til að yfirmaður knattspyrnumála fréttir af þessu. Arnar Þór Viðarsson var þá staddur í Lúxemborg, hann tók það ekki í mál að Þorvaldur myndi stýrði liðinu,“ sagði Kristján. Skömmu síðar hætti Þorvaldur störfum í Laugardalnum og réð sig til starfa hjá Stjörnunni.

„Arnar tók þetta ekki í mál og sagðist taka þetta, á endanum var það þannig. Ég skil ekki hvernig Hamren og Freyr tóku það í mál, hann var ekki á landinu og kom rétt fyrir leik.“

„Þetta var upphafið að endalokum Þorvaldar í Laugardalnum, þarna kastaðist í kekki og þau sár eru ekki ennþá gróin.“

Arnar Þór tryggði sér starfið sem A-landsliðsþjálfari skömmu síðar en hann er nú staddur í sínu öðru verkefni sem þjálfari liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?