Cristiano Ronaldo var valinn besti framherji ítölsku deildarinnar, Seria A, þetta tímabilið. Ronaldo var markahæstur í deildinni á tímabilinu en hann skoraði 29 mörk í 33 leikjum.
Juventus gekk illa í deildinni á tímabilinu og rétt náði að tryggja sér Meistaradeildarsæti á lokadegi tímabilsins. Liðið vann þó bikarkepnnina sem gerði Ronaldo að fyrsta leikmanninum til að vinna alla titla sem í boði eru á Englandi, Spáni og Ítalíu.
🌟MVP 2020/2021🌟
Best striker: @Cristiano! 🔝29 goals that prove his impressive instinct: always in the right place at the right time! https://t.co/WktdAiign0#SerieATIM #WeAreCalcio pic.twitter.com/SZppSD9k4F
— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 31, 2021
Gianluigi Donnarumma, markmaður AC Milan, var valinn besti markmaðurinn. Hann hélt fjórtán sinnum hreinu.
Cristian Romero, varnarmaður Atalanta, var valinn besti varnarmaðurinn.
Nicolo Barella, miðjumaður Inter, var valinn besti miðjumaðurinn.
Romelu Lukaku var valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann var frábær í liði Ítalíumeistaranna og var næstmarkahæstur.
🌟MVP 2020/2021🌟
Best overall: @RomeluLukaku9! 🔝Athletic supremacy, excellent technique and a leader’s mindset. His numbers are just fantastic: 24 goals e 11 assists! https://t.co/31MnrlkNE5 #SerieATIM #WeAreCalcio pic.twitter.com/uczE4MXxeU
— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 31, 2021