Tveimur leikjum var að ljúka í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Breiðablik tók á móti Tindastól og Keflavík sótti Fylki heim. Breiðablik og Fylkir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitunum.
Blikar byrjuðu leikinn af krafti. Heiðdís braut ísinn með skallamarki þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Blikar voru með öll völd á vellinum og hefðu hæglega getað skorað fleiri en staðan var 1-0 í hálfleik.
Agla María tvöfaldaði forystu heimakvenna á 68. mínútu með flottu marki eftir skyndisókn. Murielle Tiernan minnkaði muninn tíu mínútum seinna en það dugði ekki til og 2-1 sigur Blika staðreynd og liðið tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Breiðablik 2 – 1 Tindastóll
1-0 Heiðdís Lillýjardóttir (´16)
2-0 Agla María Albertsdóttir (´68)
2-1 Murielle Tiernan (´79)
Fyrri hálfleikur í leik Fylkis og Keflavíkur var ansi bragðdaufur og lítið um opin færi. Hulda Hrund náði að koma Fylki yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks.
Natasha jafnaði metin snemma í seinni hálfleik en aðeins átta mínútum seinna höfðu Fylkisstelpur bætt tveimur mörkum við og staðan orðin 3-1. Þórdís Elva bætti við fjórða markinu og Bryndís Arna því fimmta í uppbótartíma og gulltryggðu þær þannig sigur Fylkis sem tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Fylkir 4 – 1 Keflavík
1-0 Hulda Hrund Arnarsdóttir (´45)
1-1 Natasha Morana Anasi (´55)
2-1 Shannon Simon (´60)
3-1 Þórdís Elva Ágústsdóttir (´63)
4-1 Þórdís Elva Ágústsdóttir (´91)
5-1 Bryndís Arna Níelsdóttir (´93)