fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Hazard verður áfram hjá Real Madrid

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 31. maí 2021 18:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard ætlar ekki að ganga aftur til liðs við Chelsea þar sem hann vill fá að sanna sig hjá Real Madrid.

Hazard samdi við Real Madrid árið 2019 og hefur tími hans þar verið vonbrigði. Hann hefur verið meiddur stóran hluta tímans og þegar hann spilar hefur hann ekki heillað. Hann hefur aðeins skorað 5 mörk í 43 leikjum fyrir félagið.

Hazard er nú með belgíska landsliðinu í undirbúningi fyrir EM sem hefst 11. júní. Hann tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag:

„Ég er með þriggja ára samning við Real Madrid, það er alveg úr myndinni að fara til Englands,“ sagði Hazard á blaðamannafundi.

„Það vita allir að fyrstu tvö árin mín voru ekki góð, þess vegna langar mig fyrst að sanna mig hjá Real Madrid.“

„Ég þekki sjálfan mig og veit hvenær ég er í formi. Ef svo verður þá get ég gefið allt mitt til Real á næsta tímabili. Það er planið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?