Samkvæmt fréttum á Spáni hefði Eden Hazard leikmaður Real Madrid mikinn áhuga á því að ganga aftur í raðir Chelsea.
Hazard yfirgaf Chelsea fyrir tveimur árum og gekk þá í raðir Real Madrid fyrir 140 milljónir punda.
Kantmaðurinn frá Belgíu hefur hins vegar ekki fundið taktinn á Spáni og verið mikið meiddur, forráðamenn Real Madrid eru tilbúnir að selja hann.
Real Madrid vonast til þess að geta fengið um 85 milljónir punda fyrir Hazard sem saknar þess að spila fyrir Chelsea.
Óvíst er hvort Chelsea stökkvi til en liðið er vel mannað á kantsvæðinu en vantar framherja, miðjumann og varnarmann að mati Thomas Tuchel stjóra liðsins.