Sergio Aguero skrifaði í dag undir tveggja ára samning hjá Barcelona en leikmaðurinn kom á frjálsri sölu frá Manchester City.
Þetta hefur vakið upp mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum og vilja margir meina að þetta sé einn besti samningur sem knattspyrnulið hafi gert við leikmann sem kom á frjálsri sölu.
Jan Aage Fjortoft tók saman lista af fimm bestu leikmönnunum sem hafa komið á frjálsri sölu. Listinn setti samfélagsmiðilinn Twitter á aðra hliðina og hafa áhugamenn velt þessu mikið fyrir sér í dag. Lista Jan Aage má sjá hér að neðan.
The best free-transfers EVER
in my opinion1. Lewandowski from Dortmund to Bayern
2. Pirlo from AC Milan to Juventus
3. Milner from Man City to Liverpool
4. McManaman from Liverpool to Real Madrid
5. Aguero from Man City to BarcelonaYours?
— Jan Aage Fjortoft 🏳️🌈 🇳🇴 (@JanAageFjortoft) May 31, 2021
Ýmis önnur nöfn komu upp frá notendum á Twitter. Þar má nefna Zlatan og Cavani til Manchester United, Albrighton og Fuchs til Leicester og Ballack til Chelsea.