fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Copa America verður í Brasilíu

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 31. maí 2021 19:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Copa America verður haldið  í Brasilíu þetta árið en keppnin hefst 13. júní. Keppnin átti upprunalega að fara fram í Argentínu og Kólumbíu. Alls taka 10 lið frá Suður-Ameríku þátt í keppninni.

Fyrir rúmri viku síðan hætti Kólumbía við að halda kepnnina og á mánudag varð ljóst að Argentína gæti ekki haldið keppnina vegna mikillar aukningar á Covid-19 smitum. Þá upphófst mikil ringulreið um hvaða land gæti haldið kepnnina og var tilkynnt í dag að Brasilía hefði orðið fyrir valinu.

Þetta vekur mikla athygli þar sem staðan er alveg jafn slæm í Brasilíu. Rúmlega 450 þúsund manns hafa látist úr Covid-19 í landinu og fer smitum verulega fjölgandi.

Brasilía hélt mótið síðast árið 2019. Ekki hefur verið ákveðið í hvaða borgum eða á hvaða völlum verður spilað þetta árið.

Mikil óánægja er meðal stuðningsmanna og leikmanna með það að mótið fari fram á meðan faraldurinn er svona slæmur í Suður-Ameríku. Luis Suarez sagði við blaðamenn á föstudag:

„Við verðum að setja heilsu okkar fram yfir fótboltann.“

Skipuleggjendur mótsins vilja þó alls ekki slaufa mótinu vegna þess hve miklum tekjum það skilar. Tekjurnar frá síðasta Copa America voru rúmlega 83 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?