fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Þjálfari Belgíu brjálaður út í Rudiger

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 30. maí 2021 20:25

Kevin De Bruyne og Rudiger

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátttaka Kevin De Bruyne á EM er í hættu eftir meiðsli sem kappinn hlaut í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fór fram í gærkvöldi.

De Brunye þurfti að fara út af eftir um það bil klukkutíma leik eftir að hafa lent saman við Anthony Rudiger en sá síðarnefndi fékk gult spjald fyrir atvikið.

De Bruyne staðfesti á Twitter í dag að hann hafi hlotið nefbrot ásamt broti í augntóttarbotni.

Fyrsti leikur Belgíu fer fram 12. júní gegn Rússlandi en eins og staðan er núna er óvíst hvort að leikmaðurinn verði búinn að jafna sig í tæka tíð. Heimildarmenn nálægt De Bruyne segjast þó vissir um að hann spili, jafnvel þótt hann verði með grímu.

Roberto Martinez, þjálfari Belgíu, fannst brotið glannalegt hjá Rudiger og hefði viljað sjá hann fá rautt spjald fyrir:

„Mér finnst Rudiger mjög, mjög heppinn,“ sagði Martinez í viðtali eftir leik.

„Hausarnir skella ekki saman heldur færir Rudiger öxlina að Kevin.“

„Fyrir mér var þetta kærulaust og hefði átt að vera rautt spjald.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?