fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Það borgaði sig fyrir Chelsea að vera í gömlu treyjunni

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 30. maí 2021 14:20

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekin var sú ákvörðun innan herbúða Chelsea að hætta við að spila í nýju treyjunni sem verður í notkun á næsta tímabili í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þetta var gert vegna þess að ýmsir menn innan félagsins eru ansi hjátrúafullir.

Chelsea spilaði í úrslitaleik FA bikarsins og lokaleik tímabilsins í nýju treyjunni og þá spilaði kvennalið Chelsea í nýju treyjunni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Félagið tapaði öllum þessum leikjum. Vegna þessa voru menn innan félagsins hræddir um að liðið myndi tapa á móti City ef félagið myndi spila í nýju treyjunum.

Chelsea vann leikinn 0-1 gegn Manchester City í gærkvöldi og er Evrópumeistari en félagið spilaði leikinn í gömlu treyjunni sem var notuð í vetur.

Í úrslitaleiknum árið 2008 þá spilaði félagið í nýju treyjunum og tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Manchester United. En árið 2012 spilaði félagið í gömlu treyjunum og unnu þann leik gegn Bayern Munchen. Þá spilaði Chelsea einnig í gömlu treyjunni þegar Chelsea sigraði Arsenal í Evrópudeildinni árið 2019.

Það borgar sig greinilega fyrir Chelsea að vera ekki að skipta og sýna nýju treyjuna í úrslitaleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?