Chelsea varð í gærkvöldi Evrópumeistari eftir 0-1 sigur á Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Jorginho, miðjumaður Chelsea, leyfði blaðamanni að raka af sér skeggið í viðtali á vellinum strax eftir leik. Þetta var vegna þess að Jorginho og blaðamaðurinn Fred Caldeira hjá TNT sports höfðu gert veðmál þegar Chelsea sló út Porto
í 8-liða úrslitum.
Veðmálið snerist um það að ef Chelsea yrði Evrópumeistari þá mætti Caldeira raka af honum skeggið og Jorginho mátti einnig raka mottuna af Caldeira.
Þegar Jorginho mætti í viðtalið eftir leik þá dró Caldeira að sjálfsögðu upp rakvélina og Jorginho stóð við sitt loforð og leyfði honum að raka af sér skeggið.
Þetta má sjá hér að neðan:
HAHAHAH O "QUE RESENHA!" ESTÁ LIBERADO PARA ESSE VÍDEO! @fredcaldeira e Jorginho pagaram suas apostas! QUE SENSACIONAL! 👏 🪒
.
A Champions continua com a gente e, a partir da próxima temporada, você vai poder ver todos os jogos também na @HBOMaxBR! #CasaDaChampions #HBOMax pic.twitter.com/T7tx0P4PZo— TNT Sports Brasil (@TNTSportsBR) May 29, 2021