fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Skemmtilegt veðmál Jorginho – Leyfði blaðamanni að raka af sér skeggið

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 30. maí 2021 12:30

Hér er verið að raka skeggið af Jorginho

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea varð í gærkvöldi Evrópumeistari eftir 0-1 sigur á Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Jorginho, miðjumaður Chelsea, leyfði blaðamanni að raka af sér skeggið í viðtali á vellinum strax eftir leik. Þetta var vegna þess að Jorginho og blaðamaðurinn Fred Caldeira hjá TNT sports höfðu gert veðmál þegar Chelsea sló út Porto
í 8-liða úrslitum.

Veðmálið snerist um það að ef Chelsea yrði Evrópumeistari þá mætti Caldeira raka af honum skeggið og Jorginho mátti einnig raka mottuna af Caldeira.

Þegar Jorginho mætti í viðtalið eftir leik þá dró Caldeira að sjálfsögðu upp rakvélina og Jorginho stóð við sitt loforð og leyfði honum að raka af sér skeggið.

Þetta má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?