Chelsea varð í gærkvöldi Evrópumeistari þegar liðið sigraði Manchester City 0-1 í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Kai Havertz skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu. Hann fékk frábæra sendingu inn fyrir vörn City frá Mason Mount, komst framhjá Ederson í markinu með einni snertingu og skoraði í autt markið.
Thomas Tuchel tók við stjórn Chelsea í janúar eftir að Frank Lampard var rekinn frá félaginu. Spilamennskan undir stjórn Lampard var ekki góð en liðið blómstraði eftir að Tuchel tók við keflinu.
Fagn Thomas Tuchel í klefanum með leikmönnum Chelsea eftir leik í gær hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Fagnið má sjá hér að neðan.
Thomas Tuchel has got the champers out. I repeat, Thomas Tuchel has got the champers out.
[@ChelseaFC]pic.twitter.com/plsenWJuDO
— SPORTbible (@sportbible) May 29, 2021