Thiago Silva viðurkenndi í viðtali eftir leik Chelsea gegn Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi að honum hafi fundist PSG kenna honum um ógöngur liðsins í Meistaradeildinni.
Chelsea varð Evrópumeistari í gær eftir 0-1 sigur. Silva haltraði út af eftir 39. mínútu með nárameiðsli.
Silva eyddi átta árum í París og komst næst því að vinna Meistaradeildina á síðasta ári þegar PSG tapaði 1-0 fyrir Bayern Munchen.
„Alltaf þegar PSG tapaði þá reyndi fólk að finna sökudólg og það var alltaf ég. Mér fannst það skrítið þar sem ég gaf alltaf allt í leikina,“ sagði Silva við RMC sport
Hann er virkilega glaður hjá Chelsea þessa dagana og þakkaði Lampard fyrir að hafa sannfært hann um að koma:
„Þetta er mikilvægasta augnablik ferilsins.“
„Tuchel breytti öllu hjá okkur. En það er mikilvægt að nefna Lampard líka, ég vil þakka honum fyrir að hafa fengið mig til Chelsea.“