fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Pepsi-Max deildin: KR sigraði loksins í Vesturbænum, HK hafði betur gegn Leikni og jafnt í Lautinni

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 30. maí 2021 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í 7. umferð Pepsi-Max deildar karla í kvöld. KR tók á móti ÍA, Leiknir sótti HK heim og Stjarnan mætti í Lautina.

KR byrjaði leikinn af krafti og var komið í 2-0 eftir 13 mínútur. Óskar Örn Hauksson og Kjartan Henry Finnbogason skoruðu mörkin. KR-ingar héldu áfram að sækja og sundurspiluðu ÍA. Skagamenn vöknuðu til leiks undir lok fyrri hálfleiks og fóru að sækja en náðu ekki að koma boltanum inn.

ÍA minnkaði muninn strax í byrjun seinni hálfleiks þegar Ísak Snær Þorvalsdsson skoraði frábært mark. Seinni hálfleikur var mun jafnari á milli liðanna en ÍA ívið sterkari. Óskar Örn kom KR-ingum í 3-1 eftir slæm mistök frá Dino í markinu. Það reyndist lokamark leiksins og KR sótti þrjú mikilvæg stig á heimavelli.

KR 3 – 1 ÍA
1-0 Óskar Örn Hauksson (´7)
2-0 Kjartan Henry Finnbogason (´13)
2-1 Ísak Snær Þorvaldsson (´46)
3-1 Óskar Örn Hauksson (´76)

Leiknir byrjaði leikinn af krafti en náði ekki að koma knettinum í netið. HK-ingar tóku yfir eftir því sem líða tók á leikinn og voru komnir 2-0 yfir í hálfleik með mörkum frá Jóni Arnari og Birni Snæ. Þá fékk Stefan Alexander Ljubicic tækifæri til að auka forystuna á 42. mínútu þegar HK fékk víti en hann lét Smit verja frá sér.

Sævar Atli minnkaði muninn fyrir Leikni um miðjan seinni hálfleik og þar við sat. HK-ingar tryggðu sér því þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni.

HK 2 – 1 Leiknir
1-0 Jón Arnar Barðdal (´32)
2-0 Birnir Snær Ingason (´38)
2-1 Sævar Atli Magnússon (´69)

Magnus Anbo kom Stjörnunni yfir um miðjan fyrri hálfleik með skalla eftir aukaspyrnu. Undir lok hálfleiksins fékk Emil Atlason beint rautt spjald fyrir brot á Arnóri Gauta og Stjörnumenn spiluðu því manni færri allan seinni hálfleikinn.

Fylkir sótti stíft í seinni hálfleik og uppskáru mark á 80. mínútu þegar Djair kom boltanum í netið. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og jafntefli niðurstaðan í leiknum.

Fylkir 1 – 1 Stjarnan
0-1 Magnus Anbo (´24)
1-1 Djair Parfitt-Williams

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?