Chelsea varð í gærkvöldi Evrópumeistari eftir 0-1 sigur á Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Kai Havertz skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu.
Kevin De Bruyne fór meiddur af velli eftir árekstur við Rudiger. Hann sendi stuðningsmönnum sínum kveðju á Twitter í morgun og staðfesti þar hvað kom fyrir:
„Hæ ég var að koma af spítalanum. Ég greindist með nefbrot og brot í vinstri augntóttarbotni. Mér líður allt í lagi núna. Ég er enn vonsvikinn með gærdaginn en að sjálfssögðu komum við til baka,“ sagði leikmaðurinn á Twitter.
Hi guys just got back from the hospital. My diagnosis is Acute nose bone fracture and left orbital fracture. I feel okay now. Still disappointed about yesterday obviously but we will be back
— Kevin De Bruyne (@DeBruyneKev) May 30, 2021