Thomas Tuchel stjóri Chelsea hitti Roman Abramovich eiganda félagsins í fyrsta sinn í gær. Chelsea er Evrópumeistari eftir sigur á Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.
Raheem Sterling fékk fyrsta færi leiksins á 8. mínútu þegar Ederson átti langa sendingu inn fyrir vörn Chelsea en Reece James tókst að verjast honum. Stuttu síðar átti Mason Mount fyrirgjöf á Timo Werner hinum megin en sá síðarnefndi hitti ekki boltann úr fínu færi. Werner fékk aftur gott færi nokkrum mínútum síðar en skaut beint á Ederson í markinu.
Leikurinn róaðist aðeins eftir þetta. Um miðjan fyrri háfleikinn slapp Phil Foden þó í gegn en Antonio Rudiger gerði frábærlega í að koma sér fyrir hann. Á 42. mínútu skoraði Kai Havertz fyrir Chelsea. Hann fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörn City frá Mason Mount, náði mikilvægri snertingu á boltann til þess að komast framhjá Ederson og skoraði í autt markið. 1-0 var staðan í hálfleik. Reyndist það eina mark leiksins.
„Ég held að ég fái nýjan samning, stjóri minn sagði mér eitthvað um það áðan,“ sagði Tuchel eftir leik.
„Það var sérstakt augnablik að hitta eigandann í fyrsta sinn á vellinum, það var sérstakt augnablik fyrir það.“
„Kannski var þetta slæmt augnablik, því þetta getur bara versnað eftir þetta kvöld.“