fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Hittust í fyrsta sinn í gær – „Getur bara versnað“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel stjóri Chelsea hitti Roman Abramovich eiganda félagsins í fyrsta sinn í gær. Chelsea er Evrópumeistari eftir sigur á Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær.

Raheem Sterling fékk fyrsta færi leiksins á 8. mínútu þegar Ederson átti langa sendingu inn fyrir vörn Chelsea en Reece James tókst að verjast honum. Stuttu síðar átti Mason Mount fyrirgjöf á Timo Werner hinum megin en sá síðarnefndi hitti ekki boltann úr fínu færi. Werner fékk aftur gott færi nokkrum mínútum síðar en skaut beint á Ederson í markinu.

Leikurinn róaðist aðeins eftir þetta. Um miðjan fyrri háfleikinn slapp Phil Foden þó í gegn en Antonio Rudiger gerði frábærlega í að koma sér fyrir hann. Á 42. mínútu skoraði Kai Havertz fyrir Chelsea. Hann fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörn City frá Mason Mount, náði mikilvægri snertingu á boltann til þess að komast framhjá Ederson og skoraði í autt markið. 1-0 var staðan í hálfleik. Reyndist það eina mark leiksins.

„Ég held að ég fái nýjan samning, stjóri minn sagði mér eitthvað um það áðan,“ sagði Tuchel eftir leik.

„Það var sérstakt augnablik að hitta eigandann í fyrsta sinn á vellinum, það var sérstakt augnablik fyrir það.“

„Kannski var þetta slæmt augnablik, því þetta getur bara versnað eftir þetta kvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?