Blackpool tryggði sér sæti í Championship-deildinni á Englandi í dag. Daníel Leó Grétarsson er á mála hjá félaginu.
Blackpool endaði í 3. sæti League One deildarinnar á tímabilinu, á eftir Peterborough og Hull City.
Liðið komst þar með í umspil og í dag fór fram úrslitaleikurinn gegn Lincoln. Blackpool vann þann leik 2-1 í dag. Turton skoraði sjálfsmark á fyrstu mínútu leiksins og kom Lincoln þar með yfir. Þá tók Dougall við og jafnaði metin á 34. mínútu og kom Blackpool yfir á 54. mínútu og tryggði liðinu sigur og sæti í Championship.
Daníel Leó var ekki í hóp hjá Blackpool í dag.
Blackpool 2 – 1 Lincoln
0-1 Turton sjálfsmark (´1)
1-1 Dougall (´34)
1-1 Dougall (´54)
Liðið lék síðast í Championship árið 2015.
THAT'S IT. WE ARE GOING UP!!!!!!!!!
🍊 #UTMP pic.twitter.com/1Xk1Fe9DKO
— Blackpool FC (@BlackpoolFC) May 30, 2021