Kvennalið Frankfurt tapaði gegn Wolfsburg í bikarúrslitunum í Þýskalandi í dag. Alexandra Jóhannsdóttir, sem er leikmaður Frankfurt, kom inn á völlinn á 41. mínútu þegar liðsfélagi hennar fór af velli vegna meiðsla.
Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og var því gripið til framlengingar. Markmaður Wolfsburg fékk rautt spjald snemma í framlengingunni eftir klaufalegt brot og spilaði Wolfsburg því manni færri í framlengingunni. Það hafði ekki áhrif þar sem liðið skoraði sigurmark undir lok framlengingar og tryggði sér bikarmeistaratitilinn sjöunda árið í röð.
Alexandra yfirgaf Breiðablik eftir síðasta tímabil og gekk til liðs við Frankfurt.