Chelsea varð í gærkvöldi Evrópumeistari eftir 0-1 sigur á Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Pep Guardiola kom öllum á óvart með byrjunarliði sínu í leiknum en hann byrjaði með bæði Rodri og Fernandinho á bekknum. Í öllum 60 leikjum Manchester City á tímabilinu hefur Pep byrjað með annaðhvort Rodri eða Fernandinho nema í leiknum í gær.
Pep Guardiola started either Rodri or Fernandinho in 59/60 games this season.
The one game he didn't was yesterday. pic.twitter.com/4YIenDEPIM
— SPORTbible (@sportbible) May 30, 2021
Í viðtali eftir leik útskýrði hann þessa ákvörðun:
„Ég ákvað að hafa þessa gæðaleikmenn inná, Gundogan hefur spilað í þessari stöðu í mörg ár,“ sagði Guardiola við BT Sport eftir leik.
„Ég vildi hraða, gæði og frábæra leikminn til að finna menn á milli lína. Þetta snerist um það.“