fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

2. deild – Þróttarar með stórsigur á Haukum

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 30. maí 2021 19:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þróttur Vogum tók á móti Haukum í 4. umferð 2. deildar karla í dag. Leiknum lauk með öruggum 4-1 sigri Þróttara.

Dagur Ingi Hammer átti frábæran leik fyrir Þróttara í dag en hann skoraði þrennu í fyrri hálfleik og gekk þar með frá leiknum. Ruben Lozano bætti við fjórða markinu fyrir Þróttara á 45. mínútu.

Haukar misstu Tuma Guðjónsson af velli þegar um það bil klukkutími var liðinn af leiknum. Martin Soreide skoraði sárabótarmark fyrir Hauka á 73. mínútu.

Þróttur er í 3. sæti deildarinnar með 8 stig en Haukar eru í 9. sæti með 4 stig.

Þróttur V 4 – 1 Haukar
1-0 Dagur Ingi Hammer (´2)
2-0 Dagur Ingi Hammer (´25)
3-0 Dagur Ingi Hammer (´32)
4-0 Ruben Lozano (´45)
4-1 Martin Soreide (´73)

Þá fóru einnig fram tveir leikir í 3. umferð annarrar deildar kvenna í dag. Einherji tók á móti Hamar og Hamrarnir sóttu KH heim.

Íris Sverrisdóttir braut ísinn eftir 34. mínútur og bætti við öðru marki níu mínútum síðar. Það var seigla í leikmönnum Hamars sem jöfnuðu leikinn í seinni hálfleik.

Einherji er í 11. sæti með 1 stig en Hamar er í 6. sæti með 4 stig

Einherji 2 – 2 Hamar
0-1 Íris Sverrisdóttir (´34)
0-2 Íris Sverrisdóttir (´43)
1-2 Taryn Claire Siegele (´45)
2-2 Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir (´84)

KH vann öruggan sigur á Hömrunum í dag. Birta Ósk, Snæfríður Eva og Sigríður skoruðu mörk heimakvenna í dag. KH er í 4. sæti deildarinnar með 6 stig en Hamrarnir eru í 10. sæti með 3 stig.

KH 3 – 0 Hamrarnir
1-0 Birta Ósk Sigurjónsdóttir
2-0 Snæfríður Eva Eiríksdóttir
3-0 Sigríður Guðmundsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?