Sergio Aguero mun leika sinn síðasta leik fyrir Manchester City í kvöld, það er að segja ef hann kemur við sögu. Þá mætir lið hans Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Gömul ummæli Aguero hafa verið grafin upp í aðdraganda leiksins.
Það var tilkynnt snemma í vor að Aguero færi frá Man City eftir tímabilið. Hann mun að öllum líkindum ganga til liðs við Barcelona. Framherjinn hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Manchester City, nema Meistaradeildina. Hann getur breytt því í kvöld.
Aguero hefur verið hjá City síðan árið 2011. Árið 2014 sagði hann að hann myndi ekki fara frá félaginu fyrr en Meistaradeildartitillinn væri kominn í hús.
,,Ég mun ekki bara vera hér í fjögur ár til viðbótar. Ég ætla að vera lengur, þar til við vinnum Meistaradeildina,“ sagði Aguero eftir að hafa skrifað undir nýjan samning fyrir sjö árum síðan.
Það er spurning hvort honum takist að uppfylla loforð sitt til suðningsmanna Man City í kvöld.