Chelsea varð í kvöld Evrópumeistari eftir sigur á Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Kai Havertz skoraði eina markið eftir frábæra sendingu Mason Mount undir lok fyrri hálfleiks.
Þetta var annar sigur Chelsea í keppninni. Þeir unnu hana einnig árið 2012.
Fögnuðurinn að leikslokum var innilegur á meðal leikmanna og stuðningsmanna Chelsea.
Hér fyrir neðan má sjá þegar sjálfur Meistaradeildarbikarinn fór á loft.
The moment Chelsea team lift the UEFA Champions League Trophy 🏆 pic.twitter.com/G9pdazc7pf
— Naija (@Naija_PR) May 29, 2021