Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, skemmti leikmönnum sínum með því að herma eftir Pep Guardiola, stjóra Manchester City.
Liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Portó í Portúgal í kvöld og hefur Tuchel eflaust verið að stytta mönnum stundir á meðan beðið er eftir stóra leiknum.
Það virtist sem svo að Tuchel hafi ekki vitað að hann væri í upptöku á meðan hann hermdi eftir Guardiola. Hann var þó léttur og veifaði til myndavélamannsins þegar hann kom auga á myndavélina.
Guardiola er þekktur fyrir það að vera ansi líflegur á hliðarlínunni. Tuchel náði að leika hann nokkuð vel.
Leikur liðanna fer fram klukkan 19 í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndband af skemmtiatriði þýska stjórans.
Chelsea boss Thomas Tuchel entertains the Chelsea squad with his best Pep Guardiola impression 😂
The look when he sees the camera is golden 🤣 pic.twitter.com/r6WqIMacN0
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 28, 2021