Chelsea og Manchester City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikið verður í Portó í Portúgal.
Chelsea hefur einu sinni áður unnið Meistaradeilda. Það var árið 2012 þegar liðið lagði Bayern Munchen í úrslitaleik. Það hafði einu sinni áður farið í úrslitaleik keppninnar. Þá tapaði Chelsea gegn Manchester United í úrslitaleiknum.
Manchester City hefur aldrei lyft bikarnum með stóru eyrun. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið kemst í úrslitaleikinn.
Á þessari leiktíð unnu liðin sitthvorn leikinn gegn hvoru öðru í ensku úrvalseildinni. Þá vann Chelsea lið Man City í undanúrslitum í ensku bikarkeppninni.
16.500 áhorfendur fá að mæta á völlinn í Portúgal. Estadio Dragao, völlurinn sem leikið er á, tekur almennt rúmlega 50 þúsund áhorfendur.
Leikurinn hefst kl 19 í kvöld að íslenskum tíma.