Holstein Kiel og Köln mættust í seinni leik sínum í umspilinu í þýskalandi í dag. Köln tryggði sæti sitt í efstu deild með öruggum sigri.
Holstein Kiel lauk keppni í þriðja sæti B-deildarinnar og Köln í þriðja neðsta sæti Bundesligunnar. Fyrir Holstein Kiel snerist einvígið því um að komast upp í efstu deild og fyrir Köln um það að halda sæti sínu þar.
Fyrri leik liðanna í vikunni lauk 0-1 fyrir Holstein Kiel á útivelli og voru þeir því í góðri stöðu fyrir leikinn í dag.
Köln gerði sér þó lítið fyrir og vann 1-5 útisigur. Jonas Hector, Rafael Czichos og Ellyes Skhiri gerðu eitt mark hvor fyrir Köln í dag og Sebastian Anderson tvö. Jae-Sung Lee skoraði mark Holstein Kiel.
Köln verður því á meðal 18 liða í efstu deild á næstu leiktíð. Bochum og Greuther Furth fara upp úr B-deild en Schalke og Werder Bremen falla úr efstu deild.