fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Guardiola hrósar Foden í hástert – ,,Sá hæfileikaríkasti sem ég hef séð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 29. maí 2021 11:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sparar ekki stóru orðin þegar kemur að Phil Foden, leikmanni liðsins. Hann hefur nú borið hann saman við einn besta leikmann sögunnar, Lionel Messi.

,,Hann er hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef séð,“ sagði Guardiola um Foden í viðtali í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á milli Man City og Chelsea.

Hinn 21 árs gamli Foden hefur hægt og bítandi gert sig gildandi í liði City undanfarin fjögur ár eða svo. Fólk undraði sig oft á því af hverju City lánaði ekki leikmanninn til þess að hann gæti fengið meiri spiltíma en Guardiola hélt honum alltaf hjá sér. Það virðist hafa borgað sig því leikmaðurinn hefur gjörsamlega sprungið út á þessari leiktíð.

,,Sá besti er Messi. Ég hitti hann hins vegar ekki þegar hann var 17 ára eins og Phil. Á þessum aldri hef ég aldrei séð leikmann lofa jafn góðu,“ sagði Guardiola einnig í viðtalinu.

Úrslitaleikur Man City og Chelsea fer fram í kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Aston Villa – Lewis-Skelly byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Aston Villa – Lewis-Skelly byrjar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag

Gæti verið að semja við sitt fjórða lið í úrvalsdeildinni – 36 ára gamall í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ummæli Guardiola gætu hafa kostað Manchester City peninga

Ummæli Guardiola gætu hafa kostað Manchester City peninga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Vakti athygli á athæfi Freys er hann var nýlentur í Noregi – „Þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax“

Vakti athygli á athæfi Freys er hann var nýlentur í Noregi – „Þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax“
433Sport
Í gær

Elísabet að landa landsliðsþjálfarastarfinu í Belgíu

Elísabet að landa landsliðsþjálfarastarfinu í Belgíu
433Sport
Í gær

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Real nálægt því að ná samkomulagi

Real nálægt því að ná samkomulagi