Raphinha, vængmaður Leeds United, segir að það sé ótrúleg tilfinning að vera orðaður við Manchester United og Liverpool.
Brasilíumaðurinn hefur verið frábær fyrir Leeds frá því hann kom frá Rennes síðasta sumar. Hann kom með beinum hætti að 15 mörkum í 31 einum leik á tímabilinu sem er nýlokið. Í kjölfarið hefur hann verið orðaður við stórlið, líkt og Man Utd og Liverpool.
,,Það er erfitt að útskýra hvernig mér líður þegar ég heyri orðróm um að risalið eins og Liverpool og Manchester United hafi áhuga á mér,“ sagði þessi 24 ára gamli leikmaður.
Raphinha segist hafa alist upp við að horfa á stjörnunar í enska boltanum. Hann gat ekki valið einn uppáhalds leikmann.
,,Það eru svo margir leikmenn með svo mikil gæði að það er erfitt að segja að ég hafi bara litið upp til eins af þeim. Ég leit upp til deildarinnar í heild sinni. Ég elskaði að horfa á hana og dreymdi um að spila hérna.“