Brentford er komið upp í ensku úrvalsdeildinna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þeir unnu nokkuð þægilegan sigur á Swansea í dag.
Ivan Toney kom Brentford yfir á 10. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Emiliano Marcondes tvöfaldaði forystu þeirra tíu mínútum síðar eftir glæsilegan undirbúning Mads Roerslev. Toney var nálægt því að skora þriðja mark Brentford stuttu síðar þegar hann þrumaði boltanum í slánna af löngu færi. Staðan í hálfleik var 2-0.
Sigurinn virtist aldrei í hættu fyrir Brentford í seinni hálfleik. Jay Fulton, leikmaður Swansea, fékk beint rautt spjald á 67. mínútu. Liðið átti aldrei möguleika eftir það og sigldi Brentford sigrinum heim.
Brentford mun leika í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2021-2022. Magnaður árangur hjá þessu Lundúnaliði sem hefur verið í stöðugri uppsveiflu síðustu ár.