Arsenal mun líklega losa sig við miðjumenn á næstunni. Matteo Guendouzi, Granit Xhaka og Lucas Torreira gætu allir verið á förum. Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Roma hefur áhuga á að kaupa Xhaka, sem hefur verið hjá Arsenal frá því 2016. Þeir vilja ná samningum við Arsenal og leikmanninn sem fyrst.
Lucas Torreira hefur verið á láni hjá Atletico Madrid á tímabilinu sem er nýlokið. Hann vann til að mynda La Liga með félaginu. Arsenal er sagt opið fyrir því að selja hann.
Guendouzi var á láni hjá Hertha Berlin á tímabilinu. Það þykir nánast óumflýjanlegt að hann fari annað þegar hann snýr aftur úr láninu. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er ekki mikill aðdáandi. Þá skrifuðu þeir James McNicholas og Mark Carey grein fyrir The Athletic á dögunum þar sem þeir sögðu Guendouzi hafa ,,brennt allar brýr að baki sér hjá Arsenal.“ Leikmaðurinn getur verið ansi skapstór og tók meðal annars Neal Maupay, leikmann Brighton, hálstaki í leik með Arsenal í fyrra. Marseille er langlíklegasti áfangastaður Frakkans.
Arsenal are working to sell players in the next days. OM are in advanced talks to sign Mattéo Guendouzi who’s coming back from Hertha Berlin loan spell. AS Roma are pushing to complete Granit Xhaka deal soon. Arsenal are open to sell Lucas Torreira too. 🔴 #AFC #OM @santi_j_fm
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2021