Spænska stórveldið Real Madrid hefur staðfest komu David Alaba til félagsins. Hann kemur á frjálsri sölu frá Bayern Munchen í Þýskalandi. Alaba gerir fimm ára samning í Madríd.
Þessi 29 ára gamli leikmaður getur leyst margar stöður á vellinum. Hann hefur oft leikið sem vinstri bakvörður, miðvörður eða miðjumaður hjá Bayern.
Alaba hefur leikið með aðalliði félagsins frá árinu 2010 og unnið allt sem hugsast getur með því.
Hann mun þéna virkilega vel hjá Real Madrid. Hann mun fá um 12 milljónir evra á ári. Það gerir um 1,8 milljarða íslenskra króna.
👕 #WelcomeAlaba@David_Alaba | @adidasfootball pic.twitter.com/i2AA4AhszI
— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) May 28, 2021