Þór vann Aftureldingu á heimavelli í fyrsta leik 4. umferðar Lengjudeildar karla í kvöld.
Alvaro Montejo kom heimamönnum yfir á 37. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0.
Fannar Daði Malmquist Gíslason tvöfaldaði forystu Þórsara snemma í seinni hálfleik. Aron Elí Sævarsson minnkaði svo muninn fyrir Mosfellinga á 67. mínútu.
Undir lok leiks fékk Ísak Atli Kristjánsson, leikmaður Aftureldingar, að líta rautt spjald. Nær komust þeir ekki. Lokatölur 2-1 fyrir Þór.
Þór fer upp í fjórða sæti deildarinnar, tímabundið hið minnsta, með 6 stig eftir fjóra leiki. Afturelding er í sjöunda sæti með 4 stig, einnig eftir fjóra leiki.