Juventus hefur staðfest komu Max Allegri til félagsins, tekur hann við skútunni af Andrea Pirlo sem var rekinn eftir ár í starfi.
Allegri lét af störfum hjá Juventus fyrir tveimur árum en kemur nú aftur, hann fékk einnig boð um að taka við Real Madrid.
Pirlo var goðsögn hjá Juventus sem leikmaður en frumraun hans í þjálfun gekk brösuglega, kröfurnar hjá Juventus eru alltaf að vinna deildina en undir stjórn Pirlo var Juventus aldrei líklegt til þess.
Inter skoðaði einig að fá Allegri sem stökk á tilboð Juventus sem endaði í fjórða sæti Seriu A á síðustu leiktíð. Allegri þekkir það bara að vinna titla með Juventus.