fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Jón Dagur skoraði í hádramatískum leik er AGF tryggði sér sæti í Evrópukeppni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. maí 2021 20:16

Jón Dagur í leik með AGF/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF í kvöld og skoraði er liðið sigraði Aalborg í úrslitaleik um sæti í Sambandsdeild Evrópu (e. Europa Conference League). Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Bror Blume kom AGF yfir á 20. mínútu leiksins. Tom van Weert jafnaði fyrir Aalborg þegar 20 mínútur lifðu leiks. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að fara í framlengingu.

Kasper Kusk kom Aalborg yfir á 19. mínútu framlenginarinnar. Það stefndi í að þeir væru á leið í Evrópu þegar AGF fékk víti í blálokin. Á punktinn fór Jón Dagur og skoraði. Staðan 2-2 eftir framlengingu og því var gripið til vítaspyrnukeppni.

Þar skoraði AGF úr þremur spyrnum en Aalborg aðeins einni. Jón Dagur skoraði úr sinni spyrnu. AGF fer því í Sambandsdeildina á næstu leiktíð.

Andrea Mist lék í jafntefli

Andrea Mist Pálsdóttir var í byrjunarliði Vaxjö í sænsku úrvalsdeildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við Linköpings. Hún spilaði tæpar 80 mínútur. Vaxjö er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig eftir sjö leiki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Í gær

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Sjáðu listaverkið sem hann gerði á rúðu bíl eiginkonunnar

Sjáðu listaverkið sem hann gerði á rúðu bíl eiginkonunnar