Ryan Giggs mætti í réttarsal í Manchester í dag til að svara til saka í stutta stund, ástæðan eru ákærur frá fyrrum unnustu hans um gróft heimilisofbeldi.
Yfirheyrslur fara nú fram í málinu og þarf Giggs aftur að mæta í réttarsal í júlí, aðalmeðferð málsins fer svo fram á næsti ári. Hefst hún 24 janúar en dómari málsins baðst afsökunar á því hversu lengi málið yrði í kerfinu en það væri óhjákvæmilegt.
Giggs gæti átt yfir höfði sér fimm ár í fangelsi ef hann er fundinn sekur, ensk blöð segja frá. Kate Greville og Giggs höfðu verið saman í nokkur ár og bjuggu saman í úthverfi Manchester.
Ensk blöð segja að Greville hafi komist í skilaboð í Ipad í eigu Giggs sem var tengdur við síma hans, þar gat hún skoðað skilaboð frá stelpum og er talað um að talsvert hafi verið daðrað í þeim skilaboðum. Greville þekkir konurnar, önnur starfar sem aðstoðarmanneskja knattspyrnumanna í London og hin er fyrirsæta sem býr nálægt þeim í Manchester. Hún sakaði hann um framhjáhald.
Eftir það á Giggs að hafa lagt á hana hendur en hann missti starf sitt sem þjálfari Wales vegna málsins. Giggs heldur fram sakleysi sínu í málinu.
Giggs er sigursælasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann vann ensku deildina þrettán sinnum með Manchester United.