Florentino Perez forseti Real Madrid er með fjögur nöfn á blaði nú þegar hann þarf að finna eftirmann Zinedine Zidane.
Zidane sagði upp sem þjálfari Real Madrid í gær, hann hafði ekki áhuga á starfinu lengur.
AS á Spáni segir að Antonio Conte sé efstur á óskalista Real Madrid, hann rifti samningi sínum við Inter í vikunni. Conte vildi ekki taka það í mál að lækka kostnað og selja leikmenn. Eitthvað sem Inter þarf að gera.
Mauricio Pochettinho stjóri PSG kemur einnig til greina en hann er einnig á blaði hjá Tottenham.
Perez skoðar einnig tvo fyrrum leikmenn félagsins, þar á meðal er Raul sem er ein skærasta stjarna í sögu félagsins.
Þá kemur Xabi Alonso til greina en hann stýrir nú varaliði Real Sociedad og hefur verið orðaður við nokkur lið.