Manchester City ætlar sér að gera allt til þess að kaupa Jack Grealish frá Aston Villa í sumar, fjöldi enskra götublaða segir frá.
Þar segir að City sé tilbúið að borga 100 milljónir punda fyrir Jack Grealish frá Villa. Yrði hann þar með dýrasti breski leikmaður allra tíma.
Fyrir er Harry Maguire dýrasti breski leikmaður sögunnar en hann kostaði Manchester United 80 milljónir punda.
City horfir í enska leikmenn í sumar en í enskum blöðum segir að félagið vilji Grealish fyrst inn í sumar og svo hjóla í Harry Kane.
Grealish var öflugur með Aston Villa áður en hann meiddist og missti af fjöldi leikja undir lok tímabilsins.