Manchester-liðin, City og United, gætu bæði fengið hinn 24 ára gamla Pau Torres frá Villarreal í sumar.
Miðvörðurinn vann sinn fyrsta stóra titil á ferlinum er lið hans sigraði Man Utd í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudag. Torres skoraði til að mynda úr vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni sem skar úr um sigurvegarann.
Samningur leikmannsins við Villarreal gildir til ársins 2024 en honum er frjálst að fara ef að eitthvað lið býður 56 milljónir punda í hann. Það er klásúla í samningi hans sem segir til um það. Forseti er reiðubúinn til þess að losna við leikmanninn og hefur boðið félögum eins og City og United að virkja klásúluna.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, er sagður staðráðinn í því að styrkja liðið sitt vel fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.