UEFA er sagt vera að íhuga það að gera stórar breytingar á Meistaradeildinni þar sem undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn yrðu spilaðir í einni borg á einni viku.
Í fyrra neyddist UEFA til þess að breyta fyrirkomulaginu í Meistaradeildinni vegna Covid-19 og voru leikir frá 8-liða úrslitum haldnir í Portúgölsku höfuðborginni, Lisabon, og í stað þess að spila tvo leiki var aðeins einn leikur spilaður. Bayern sigraði Meistaradeildina það árið.
Þetta nýja fyrirkomulag sló í gegn í sjónvarpi og var mikil spenna þegar aðeins einn leikur var spilaður en ekki tveir.
Í frétt New York Times segir að UEFA vilji halda þessu áfram og ætli sér að tilkynna það áður en leikur Manchester City og Chelsea fer fram á laugardag í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Vikan á að heita Meistaravikan og í henni verða spilaðir tveir undanúrslitaleikir og einn úrslitaleikur á laugardagskvöldi.
Þá eiga einnig að vera ýmsir viðburðir og tónleikar til þess að skemmta aðdáendum yfir vikuna.