Robbie Brady kantmaður Burnley hefur yfirgefið herbúðir félagsins en samningur hans er á enda í lok júní og mun ekki fá framlengingu.
Burnley keypti Brady árið 2017 frá Norwich og var það fyrir metfé, lék hann 87 leiki í heildina fyrir lærisveina Sean Dyche.
Brady var mikið meiddur og náði engu flugi hjá Burnley seinni ár sín hjá félaginu.
Brady meiddist alvarlega á hné árið 2018 og hefur ekki fundið takt sinn síðan. Brady er meiddur þessa stundina en mun halda áfram í endurhæfingu hjá Burnley.
Brady var í samkeppni við Jóhann Berg Guðmundsson um stöðu í liði Burnley en samkeppnin minnkar nú við brotthvarf hans.