Kepa Arrizabalaga, Callum Hudson-Odoi, Ross Barkley, Ruben Loftus-Cheek og Tammy Abraham eru allir til sölu hjá Chelsea í sumar ef marka má fréttir dagsins.
Sagt er að Thomas Tuchel stjóri félagisns fái talsvert fjármagn frá Roman Abramovich eiganda félagsins í sumar.
Tuchel er sagður vilja fá Romelu Lukaku framherja Inter, hann vill bæta við framherja og er Lukaku efstur á blaði. Inter þarf að losa fjármagn og gætu selt Lukaku.
Sagt er að Tuchel vilji selja þessa fimm menn til að safna fjármunum og gætu nokkrir af þeim sem farið fyrir háa upphæð.
Abraham gæti orðið efirsóttasti bitinn en hann gerði góða hluti hjá Chelsea áður en Tuchel tók við.