Manchester United mætti Villareal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Staðan var 1-1 að lokinni framlengingu og þá tók við vítaspyrnukeppni. Alls voru teknar 22 spyrnur í ótrúlegri vítakeppni þar sem allir skoruðu nema David De Gea.
De Gea hefur verið í sambandi með spænsku söngkonunni Edurne í langan tíma en hún tók meðal annars þátt í Eurovision árið 2015. Parið eignaðist sitt fyrsta barn í mars á þessu ári.
Edurne er brjáluð yfir athugasemdum sem fólk hefur skilið eftir á samfélagsmiðlinum Twitter eftir leik.
„Enn og aftur hefur þetta sýnt að það þarf að gera meira til þess að berjast gegn kynjafordómum í samfélaginu,“ sagði Edurne á Twitter eftir leik
Y una vez más, hoy se demuestra que hay mucho que hacer en la sociedad para luchar contra el machismo
— Edurne (@Edurnity) May 26, 2021
Söngkonan var sérstaklega reið þegar umræðan barst að barni þeirra hjóna en einn aðili spurði á Twitter:
„Mun Edurne leyfa De Gea að taka upp barnið eftir þetta?“