Zinedine Zidane hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri Real Madrid. Blaðamaðurinn áreiðanlegi, Fabrizio Romano, greinir frá þessu.
Þessar fréttir hafa legið í loftinu undanfarið en eru nú staðfestar.
Zidane stýrði Real Madrid á árunum 2016 til 2018, þar sem hann vann Meistaradeildina þrjú ár í röð. Hann tók svo aftur við liðinu árið 2019 og stýrði því þar til nú.
Real Madrid vann ekki neinn titil á tímabilinu sem nú er nýlokið.
Exclusive. Zinedine Zidane has decided to LEAVE Real Madrid with immediate effect. ⚪️🚨 #RealMadrid #Zidane
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 26, 2021