fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Sala á skóm sem kynferðisafbrotamaður hafði átt harðlega gagnrýnd

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 19:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Takkaskór fyrrum knattspyrnumannsins Adam Johnson voru nýlega seldir á eBay. Johnson er dæmdur kynferðisafbrotamaður og hefur salan því verið harðlega gagnrýnd.

Árið 2016 var Johnson rekinn frá Sunderland eftir að hann viðurkenndi að hafa stundað kynlíf með 15 ára gamalli stelpu. Hann hafði árið áður verið kærður fyrir athæfið. Johnson var 28 ára þegar atvikið átti sér stað. Hann var dæmdur í sex ára fangelsi en var sleppt eftir að hafa afplánað þrjú.

Skórnir sem seldir voru á eBay höfðu verið notaðir af Johnson í nágrannaslag Sunderland gegn Newcastle árið 2015. Það var eftir að hann hafði verið handtekinn, grunaður um óeðlileg samskipti við stúlkuna. Seljandinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að setja skóna á sölu.

Upprunalega verðið á eBay voru 10 pund, um 1700 íslenskar krónur. Seljandinn fékk þó fjórtán tilboð í þá og tókst því að fimmfalda verðið.

,,Ég myndi borga 50p (85 kr) svo ég gæti kveikt í þeim,“ skrifaði einn notandi á eBay um sölunda á skónum.

Johnson er í dag 33 ára gamall. Hann hefur ekki spilað knattspyrnu eftir að hafa verið dæmdur fyrir brotið gegn stúlkunni ungu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi fór yfir strikið á samskiptamiðlum: Var alls ekki hrifinn af þessum ummælum – ,,Haltu kjafti, kunta“

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi fór yfir strikið á samskiptamiðlum: Var alls ekki hrifinn af þessum ummælum – ,,Haltu kjafti, kunta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli
433Sport
Í gær

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Brentford og Liverpool – Tsimikas í bakverðinum

Byrjunarlið Brentford og Liverpool – Tsimikas í bakverðinum
433Sport
Í gær

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina